Dæmi um aldursfordóma og menntahroka á íslenskum vinnumarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 22:41 Ástþór Jón Ragnheiðarson telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. Aðsend/Getty Varaformaður ASÍ-UNG, ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, segir aldursfordóma og menntahroka ríkja víða á íslenskum vinnumarkaði. Hann kallar eftir því að atvinnurekendur horfi í auknum mæli til reynslu fólks við ráðningar og síður á prófskírteinið. Að öðrum kosti verði fyrirtæki og stofnanir af gríðarlegum mannauði. Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira