Dæmi um aldursfordóma og menntahroka á íslenskum vinnumarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 22:41 Ástþór Jón Ragnheiðarson telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. Aðsend/Getty Varaformaður ASÍ-UNG, ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, segir aldursfordóma og menntahroka ríkja víða á íslenskum vinnumarkaði. Hann kallar eftir því að atvinnurekendur horfi í auknum mæli til reynslu fólks við ráðningar og síður á prófskírteinið. Að öðrum kosti verði fyrirtæki og stofnanir af gríðarlegum mannauði. Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira