Hálendisþjóðgarður og náttúruverndarrökin Jón Jónsson skrifar 21. janúar 2021 16:01 Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar