Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24