Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 14:14 Myndin er tekin í norðurátt að vettvangi slyssins. Gul ör sýnir akstursstefnu ökumanns bifhjólsins og blá ör sýnir hvar bifhjólið stöðvaðist utan vegar RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28
Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02