Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 21:02 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Vísir/EPA Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira