Vill Navalní úr haldi tafarlaust Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2021 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samstöðu um að krefjast lausnar Navalnís. Vísir/Egill Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór. Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór.
Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21