Vill Navalní úr haldi tafarlaust Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2021 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samstöðu um að krefjast lausnar Navalnís. Vísir/Egill Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór. Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór.
Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21