Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 14:23 Einar Ágústsson við þingfestingu máls héraðssaksóknara gegn þeim bræðrum fyrir fjársvik í desember. Vísir/Vilhelm Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ekki kemur fram á heimasíðu Slæs hverjir reka pítsustaðinn. Félagið Megn ehf er hins vegar skráð fyrir vefsíðunni Slæs.is. Í fyrirtækjaskrá Credit Info kemur fram að félagið Megn hafi verið stofnað í maí í fyrra. Tilgangur þess sé að reka veitingastaði, verslanir, vera með eignaumsýslu, rekstur fasteigna, fjárfestingar í félögum með skylda starfsemi, lánastarfsemi, kaup og sölu á eignum auk annars skyldu reksturs. Einar Ágústsson er skráður stofnandi félagsins en bróðir hans Ágúst Arnar er skráður í varastjórn. Staðurinn var opnaður á laugardag. Fjársvik á vefsíðu Kickstarter Saman hafa bræðurnir Ágúst Arnar og Einar verið þekktir sem „Kickstarter-bræður“ í fjölmiðlum vegna fjársafnana þeirra fyrir meintum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Einni söfnun þeirra bræðra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á sínum tíma að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld á Íslandi. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður og sakfelldur fyrir að hafa fé af fjórum einstaklingum. Var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Héraðsdómur taldi brotavilji Einars hafa verið einbeittan og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félagið Skajaquoda sem bræðurnir notuðu í einni Kickstarter-söfnuninni kom einnig við sögu í fjársvikamáli Einars. Trúfélagið Zuism er nú skráður raunverulegur eigandi tveggja einkahlutafélaga sem Einar notaði til að féfletta fólk í því máli en hafa síðan skipt um nafn. Í gegnum áðurnefnt EAF á Zuism félagið Metropolis. Halda uppi vörnum fyrir dómstólum Bræðurnir sæta sem stendur ákæru héraðssaksóknara fyrir fjársvik og peningaþvætti sem stýrendur trúfélagsins Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Allt að sex ára fangelsi liggur við hvoru tveggja fjársvikunum og peningaþvættinu. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í tæp tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Bræðurnir neituðu sök við þingfestingu málsins í desember. Zuism Dómsmál Veitingastaðir Garðabær Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ekki kemur fram á heimasíðu Slæs hverjir reka pítsustaðinn. Félagið Megn ehf er hins vegar skráð fyrir vefsíðunni Slæs.is. Í fyrirtækjaskrá Credit Info kemur fram að félagið Megn hafi verið stofnað í maí í fyrra. Tilgangur þess sé að reka veitingastaði, verslanir, vera með eignaumsýslu, rekstur fasteigna, fjárfestingar í félögum með skylda starfsemi, lánastarfsemi, kaup og sölu á eignum auk annars skyldu reksturs. Einar Ágústsson er skráður stofnandi félagsins en bróðir hans Ágúst Arnar er skráður í varastjórn. Staðurinn var opnaður á laugardag. Fjársvik á vefsíðu Kickstarter Saman hafa bræðurnir Ágúst Arnar og Einar verið þekktir sem „Kickstarter-bræður“ í fjölmiðlum vegna fjársafnana þeirra fyrir meintum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Einni söfnun þeirra bræðra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á sínum tíma að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld á Íslandi. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður og sakfelldur fyrir að hafa fé af fjórum einstaklingum. Var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Héraðsdómur taldi brotavilji Einars hafa verið einbeittan og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félagið Skajaquoda sem bræðurnir notuðu í einni Kickstarter-söfnuninni kom einnig við sögu í fjársvikamáli Einars. Trúfélagið Zuism er nú skráður raunverulegur eigandi tveggja einkahlutafélaga sem Einar notaði til að féfletta fólk í því máli en hafa síðan skipt um nafn. Í gegnum áðurnefnt EAF á Zuism félagið Metropolis. Halda uppi vörnum fyrir dómstólum Bræðurnir sæta sem stendur ákæru héraðssaksóknara fyrir fjársvik og peningaþvætti sem stýrendur trúfélagsins Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Allt að sex ára fangelsi liggur við hvoru tveggja fjársvikunum og peningaþvættinu. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í tæp tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Bræðurnir neituðu sök við þingfestingu málsins í desember.
Zuism Dómsmál Veitingastaðir Garðabær Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23