Arsenal upp í efri hluta deildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2021 21:49 Markaskorarar kvöldsins fagna. EPA-EFE/Catherine Ivill Arsenal er komið upp í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Newcastle á Emirates leikvanginum í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á fimmtu mínútu síðari hálfleiks. Hann skoraði þá með góðu vinstri fótar skoti eftir flottan sprett. Ellefu mínútum síðar skoraði Bukayo Saka annað markið. Emile Smith-Rowe fékk þá boltann úti á vinstri vængnum, lék á varnarmann Newcastle og lagði boltann út í teiginn þar sem Saka kom á ferðinni. 2 & 5 - Emile Smith Rowe has either scored (2) or assisted (5) in seven of his 10 appearances for Arsenal in all competitions this season, whilst the Englishman has provided two more assists than any other player for the Gunners this campaign (5). Returns. #ARSNEW pic.twitter.com/SWmWx4BAfq— OptaJoe (@OptaJoe) January 18, 2021 Þriðja og síðasta mark leiksins kom þrettán mínútum fyrir leikslok. Newcastle misti þá boltann illa, Cedric kom boltanum á Aubameyang sem skoraði sitt annað mark og þriðja mark Arsenal. Arsenal er því komið upp í tíunda sæti deildarinnar með 27 stig en Newcastle er í fimmtánda sætinu með nítján stig. Þeir eru sjö stigum frá fallsæti. Arsenal er með fjóra sigra og eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hafa ekki tapað síðan í deildinni síðan þeir töpuðu gegn Arsenal 19. desember. Arsenal turn on the style in the second half to claim all three points#ARSNEW pic.twitter.com/l69INZXQg7— Premier League (@premierleague) January 18, 2021 Enski boltinn
Arsenal er komið upp í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Newcastle á Emirates leikvanginum í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á fimmtu mínútu síðari hálfleiks. Hann skoraði þá með góðu vinstri fótar skoti eftir flottan sprett. Ellefu mínútum síðar skoraði Bukayo Saka annað markið. Emile Smith-Rowe fékk þá boltann úti á vinstri vængnum, lék á varnarmann Newcastle og lagði boltann út í teiginn þar sem Saka kom á ferðinni. 2 & 5 - Emile Smith Rowe has either scored (2) or assisted (5) in seven of his 10 appearances for Arsenal in all competitions this season, whilst the Englishman has provided two more assists than any other player for the Gunners this campaign (5). Returns. #ARSNEW pic.twitter.com/SWmWx4BAfq— OptaJoe (@OptaJoe) January 18, 2021 Þriðja og síðasta mark leiksins kom þrettán mínútum fyrir leikslok. Newcastle misti þá boltann illa, Cedric kom boltanum á Aubameyang sem skoraði sitt annað mark og þriðja mark Arsenal. Arsenal er því komið upp í tíunda sæti deildarinnar með 27 stig en Newcastle er í fimmtánda sætinu með nítján stig. Þeir eru sjö stigum frá fallsæti. Arsenal er með fjóra sigra og eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hafa ekki tapað síðan í deildinni síðan þeir töpuðu gegn Arsenal 19. desember. Arsenal turn on the style in the second half to claim all three points#ARSNEW pic.twitter.com/l69INZXQg7— Premier League (@premierleague) January 18, 2021
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti