Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Maðurinn játaði sök við þingfestingu og var málið því dómtekið. Dómurinn leit til þess að karlmaðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsivert brot.
Þá segir í dómnum að hann hafi greiðlega játað brot sitt og jafnframt „hvað honum gekk til með brotinu sem beindist að tveimur ungum stúlkum“. Þótti þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing.
Miskabótagreiðslurnar sem dæmdar voru stúlkunum tveimur voru í samræmi við kröfur mæðranna fyrir hönd dætra sinna.