Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:09 Donald Trump, forseti, lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10