Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2021 22:00 Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli. Kalaallit Airports Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. Sú breyting er gerð frá útboðinu í fyrra að samhliða útboði flugbrautarinnar er einnig boðin út smíði flugvallabygginga, þar á meðal flugstöðvar og flugturns. Verktakar geta valið um hvort þeir bjóði aðeins í annan hlutann eða allan pakkann. Með þessu fyrirkomulagi vonast yfirvöld til að fá tilboð sem rúmist innan heildarfjárhagsáætlunar, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Tilboðsfrestur rennur út í marsmánuði. Gert er ráð fyrir veglegri 4.300 fermetra flugstöð.Kalaallit Airports Skoðað var í haust að hafa styttri flugbraut og minni byggingar en niðurstaðan er að engar breytingar verða á umfangi verksins. Áfram verður miðað við 1.500 metra langa flugbraut, sem hægt verði að lengja í 1.800 metra, og 4.300 fermetra flugstöð, nærri þrefalt stærri en áformað er að reisa á Reykjavíkurflugvelli. Flugvallagerðin í Qaqortoq verður þriðja risaframkvæmdin í heildaruppbyggingu flugvallakerfis Grænlands, mestu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Byrjað var haustið 2019 á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar í Nuuk og í ársbyrjun 2020 var hafist handa við gerð 2.200 metra flugbrautar í Ilulissat við Diskó-flóa. Fylgjast má með framkvæmdum í Nuuk á vefmyndavélum Kalaallit Airports. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en Qaqortoq fær 1.500 metra braut, með möguleika á lengingu síðar í 1.800 metra.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Flugvellinum í Qaqortoq er ætlað að taka við hlutverki vallarins í Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Staðsetning Narsarsuaq-vallar þykir óhentug gagnvart helstu byggðum landshlutans en þaðan er tveggja tíma sigling á áætlunarbát til Qaqortoq. Nýi flugvöllurinn verður hins vegar aðeins sex kílómetra utan við Qaqortoq-bæ og verður bílvegur á milli. Framkvæmdirnar snerta flugrekstur Íslendinga sem lengi hafa sinnt áætlunarflugi til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þannig eru flugvellirnir í Nuuk, Ilulissat og Narsarsuaq í hópi fimm áfangastaða Air Iceland Connect á Grænlandi. Núverandi brautir í Nuuk og Ilulissat eru báðar mjög stuttar, um 900 metra langar, og takmarka því flug þangað við litlar vélar sem ráða við stuttar brautir. Stöð 2 fjallaði um fyrra Qaqortoq-útboðið í frétt í febrúar í fyrra en þar mátti sjá tölvugert myndband af aðflugi að fyrirhuguðum flugvelli: Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, er verkefnastjóri Kalaallit Airports með flugvallagerðinni. Hér má sjá viðtal við hann um verkefnið: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Sú breyting er gerð frá útboðinu í fyrra að samhliða útboði flugbrautarinnar er einnig boðin út smíði flugvallabygginga, þar á meðal flugstöðvar og flugturns. Verktakar geta valið um hvort þeir bjóði aðeins í annan hlutann eða allan pakkann. Með þessu fyrirkomulagi vonast yfirvöld til að fá tilboð sem rúmist innan heildarfjárhagsáætlunar, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Tilboðsfrestur rennur út í marsmánuði. Gert er ráð fyrir veglegri 4.300 fermetra flugstöð.Kalaallit Airports Skoðað var í haust að hafa styttri flugbraut og minni byggingar en niðurstaðan er að engar breytingar verða á umfangi verksins. Áfram verður miðað við 1.500 metra langa flugbraut, sem hægt verði að lengja í 1.800 metra, og 4.300 fermetra flugstöð, nærri þrefalt stærri en áformað er að reisa á Reykjavíkurflugvelli. Flugvallagerðin í Qaqortoq verður þriðja risaframkvæmdin í heildaruppbyggingu flugvallakerfis Grænlands, mestu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Byrjað var haustið 2019 á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar í Nuuk og í ársbyrjun 2020 var hafist handa við gerð 2.200 metra flugbrautar í Ilulissat við Diskó-flóa. Fylgjast má með framkvæmdum í Nuuk á vefmyndavélum Kalaallit Airports. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en Qaqortoq fær 1.500 metra braut, með möguleika á lengingu síðar í 1.800 metra.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Flugvellinum í Qaqortoq er ætlað að taka við hlutverki vallarins í Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Staðsetning Narsarsuaq-vallar þykir óhentug gagnvart helstu byggðum landshlutans en þaðan er tveggja tíma sigling á áætlunarbát til Qaqortoq. Nýi flugvöllurinn verður hins vegar aðeins sex kílómetra utan við Qaqortoq-bæ og verður bílvegur á milli. Framkvæmdirnar snerta flugrekstur Íslendinga sem lengi hafa sinnt áætlunarflugi til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þannig eru flugvellirnir í Nuuk, Ilulissat og Narsarsuaq í hópi fimm áfangastaða Air Iceland Connect á Grænlandi. Núverandi brautir í Nuuk og Ilulissat eru báðar mjög stuttar, um 900 metra langar, og takmarka því flug þangað við litlar vélar sem ráða við stuttar brautir. Stöð 2 fjallaði um fyrra Qaqortoq-útboðið í frétt í febrúar í fyrra en þar mátti sjá tölvugert myndband af aðflugi að fyrirhuguðum flugvelli: Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, er verkefnastjóri Kalaallit Airports með flugvallagerðinni. Hér má sjá viðtal við hann um verkefnið:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40