Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 23:21 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“ Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“
Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33
Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49
Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09