Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 19:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17