Greint var frá því í dag að hjón með ung börn hefðu í gær neitað að fara í sýnatöku við komuna til landsins. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en fóru loks sjálfviljug í sýnatöku.
Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir í samtali við Vísi að allt hafi gengið að óskum á flugvellinum í dag. „Engin störukeppni við óstýriláta farþega,“ segir Sigurgeir léttur í bragði.
Óvissa hefur verið uppi um það hvort stoð sé fyrir skimunarskyldunni í lögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir neyðina sem stjórnvöld bera fyrir sig nú, en ekki áður, felast í vexti faraldursins síðustu daga.