Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2021 23:30 Skólanum á Birkimel á Barðaströnd var lokað árið 2016 vegna fækkunar barna í sveitinni. Núna hefur börnum fjölgað þar á ný og eru þau orðin tólf talsins. Barðastrandarhreppur var áður sjálfstætt sveitarfélag en varð hluti Vesturbyggðar árið 1994. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans: Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans:
Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira