Fólki sem hefur verið án atvinnu í meira en ár fjölgað um 156 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 15:01 Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft mest áhrif á atvinnu þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/vilhelm Heildaratvinnleysi mældist 12,1% hér á landi í desember sem er óveruleg aukning frá nóvermber. Þar af var almennt atvinnuleysi 10,7% í desember og atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli 1,4%. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%. Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira
Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira
137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12
Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06