Bertheussen dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 12:53 Húsleit var gerð á heimili Laila Bertheussen og dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara á vordögum 2019. EPA Dómstóll í Noregi dæmdi í morgun Lailu Anitu Bertheussen, sambýliskonu dómsmálaráðherrans fyrrverandi, Tor Mikkel Wara, í tuttugu mánaða fangelsi fyrir hótanir og árás á æðstu stofnanir norska ríkisins. Bertheussen var ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl hennar og Wara, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs, en hún var sýknuð í þeim ákærulið sem sneri að því að bera ljúgvitni. NRK segir frá . Mikið hefur verið fjallað um málið í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði, en í máli saksóknara var Bertheussen sökuð um að hafa með gjörðum sínum ætlað að skaða aðstandendur leikritsins Ways of Seeing, á þann veg að láta það líta út fyrir að þeir hafi staðið að baki hótununum og íkveikju. Bertheussen neitaði sök í málinu. Dómari var sammála saksóknara um að Bertheussen hafi ætlað sér að koma sök á aðstandendur leikritsins. Um miðjan mars 2019 var Bertheussen handtekin vegna gruns um hún hafi kveikt í bíl þeirra Wara, sem staðsettur var fyrir utan heimili þeirra, og láta það líta þannig út að glæpur hafi verið framinn. Bertheussen var ákærð fyrir brot á 115. gr. norskra hegningarlaga sem kveður á um árás á starfsemi æðstu stofnana ríkisins. Þá var hún sakfelld fyrir að hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Saksóknari sagði að Bertheussen hafi ætlað sér að láta það líta þannig út að einhver, sem hafi álitið Wara og Bertheussen vera „rasista og/eða nasista“, hafi borið ábyrgð á íkveikjunni. Kom fram við aðalmeðferð að Bertheussen og vinkona hennar hafi farið á leiksýninguna í leikhúsi í Osló þann 24. nóvember 2018. Þar hafi hún tekið upp stóran hluta verksins á síma. Í verkinu mátti sjá nokkra leikara, af erlendum uppruna, þar sem þeir segja frá tilraunum sínum að kortleggja það sem þeir lýsa með „tengslanet kynþáttahatara“ í landinu. Blandast þar inn röð stjórnmálamanna og fólks í heimi viðskipta í Noregi. Í sýningunni voru meðal annars sýndar myndir af heimili dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara. Wara var ráðherra úr röðum Framfaraflokksins, en flokkurinn hefur lengi barist gegn straumi innflytenda til Noregs og fyrir almennt hertri innflytjendastefnu. Wara var dómsmálaráðherra frá apríl 2018 til mars 2019. Noregur Tengdar fréttir Bertheussen hafi viljað kenna aðstandendum leikrits um glæpinn Réttarhöld hófust í morgun í máli Lailu Bertheussen, sambýlisskonu Tor Mikkel Wara, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. Bertheussen er ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. 8. september 2020 12:08 Sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir íkveikju og hótanir sambýliskonu gagnvart öðrum ráðherra Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. 28. mars 2019 16:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Bertheussen var ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl hennar og Wara, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs, en hún var sýknuð í þeim ákærulið sem sneri að því að bera ljúgvitni. NRK segir frá . Mikið hefur verið fjallað um málið í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði, en í máli saksóknara var Bertheussen sökuð um að hafa með gjörðum sínum ætlað að skaða aðstandendur leikritsins Ways of Seeing, á þann veg að láta það líta út fyrir að þeir hafi staðið að baki hótununum og íkveikju. Bertheussen neitaði sök í málinu. Dómari var sammála saksóknara um að Bertheussen hafi ætlað sér að koma sök á aðstandendur leikritsins. Um miðjan mars 2019 var Bertheussen handtekin vegna gruns um hún hafi kveikt í bíl þeirra Wara, sem staðsettur var fyrir utan heimili þeirra, og láta það líta þannig út að glæpur hafi verið framinn. Bertheussen var ákærð fyrir brot á 115. gr. norskra hegningarlaga sem kveður á um árás á starfsemi æðstu stofnana ríkisins. Þá var hún sakfelld fyrir að hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Saksóknari sagði að Bertheussen hafi ætlað sér að láta það líta þannig út að einhver, sem hafi álitið Wara og Bertheussen vera „rasista og/eða nasista“, hafi borið ábyrgð á íkveikjunni. Kom fram við aðalmeðferð að Bertheussen og vinkona hennar hafi farið á leiksýninguna í leikhúsi í Osló þann 24. nóvember 2018. Þar hafi hún tekið upp stóran hluta verksins á síma. Í verkinu mátti sjá nokkra leikara, af erlendum uppruna, þar sem þeir segja frá tilraunum sínum að kortleggja það sem þeir lýsa með „tengslanet kynþáttahatara“ í landinu. Blandast þar inn röð stjórnmálamanna og fólks í heimi viðskipta í Noregi. Í sýningunni voru meðal annars sýndar myndir af heimili dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara. Wara var ráðherra úr röðum Framfaraflokksins, en flokkurinn hefur lengi barist gegn straumi innflytenda til Noregs og fyrir almennt hertri innflytjendastefnu. Wara var dómsmálaráðherra frá apríl 2018 til mars 2019.
Noregur Tengdar fréttir Bertheussen hafi viljað kenna aðstandendum leikrits um glæpinn Réttarhöld hófust í morgun í máli Lailu Bertheussen, sambýlisskonu Tor Mikkel Wara, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. Bertheussen er ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. 8. september 2020 12:08 Sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir íkveikju og hótanir sambýliskonu gagnvart öðrum ráðherra Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. 28. mars 2019 16:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Bertheussen hafi viljað kenna aðstandendum leikrits um glæpinn Réttarhöld hófust í morgun í máli Lailu Bertheussen, sambýlisskonu Tor Mikkel Wara, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. Bertheussen er ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. 8. september 2020 12:08
Sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir íkveikju og hótanir sambýliskonu gagnvart öðrum ráðherra Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. 28. mars 2019 16:29