Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 11:33 Von er á því að Katrín Jakobsdóttir fari yfir stöðu mála að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35