Lífverðirnir máttu ekki gera þarfir sínar hjá Ivönku og Jared Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 22:45 Jared Kushner og Ivanka Trump. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna hefur greitt þrjú þúsund dali á mánuði í leigu lítillar kjallaraíbúðar nærri heimili Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump forseta, og Jared Kushner í Washington DC svo þeir geti farið á klósettið. Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira