„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 14:01 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira
Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira
Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20
Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56