„Þetta er ekki hugsað til að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2021 13:42 Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að staðan sé viðkvæm í faraldrinum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir atvinnulífið. Nú sé ekki tími veisluhalda. Vísir/vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að tilslakanir á sóttvarnareglum séu alls ekki hugsaðar til þess að fólk geti haldið veislur og partí. Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36