Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 08:52 Jüri Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra Eistlands frá árinu 2016. Getty Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við. „Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
„Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar.
Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24