Ólympíumeistari meðal óeirðaseggja Trumps sem réðust inn í þinghúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:00 Klete Keller er hér lengst til vinstri við hlið Michael Phelps en hinir í þessari gullsveit Bandaríkjanna eru þeir Ryan Lochte og Peter Vanderkaay. Getty/Al Bello Æfingafélagar og þjálfarar frægs bandarísks sundmanns komu upp um þátttöku hans í innrásinni í þingsalinn í Capitol byggingunni þegar var verið að staðfest kjör Joe Biden sem Bandaríkjaforseta. Klete Keller vann tvö Ólympíugull sem liðsfélagi Michael Phelps en í síðustu viku var hann einn af stuðningsmönnum Donalds Trump sem brutust inn í Þinghúsið í Washington DC. Myndband, sem blaðamaður hjá Townhall setti inn, virðist sýna það og sanna að umræddur Klete Keller hafi verið meðal óeirðaseggja Donalds Trump þennan afdrifaríka dag. An Olympic gold medalist, the swimmer Klete Keller, was part of the pro-Trump mob that sieged the Capitol, former teammates and coaches who identified him said. If confirmed by the authorities, he may face federal charges. https://t.co/srEIG09vRP— The New York Times (@nytimes) January 12, 2021 Æfingafélagar hans og þjálfarar þekktu hann bæði á stærðinni sem og að hann klæddist bandaríska Ólympíujakkanum sínum. Klete Keller er 198 sentimetrar á hæð og því oft auðþekkjanlegur á hæð sinni. Klete Keller var líka búinn að taka niður grænu grímuna sína og andlit hans sást því vel í þessu myndbandi. Keller hefur margoft sýnt stuðning sinn við Donald Trump á samfélagsmiðlum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann styðji Trump. Keller er nú 38 ára gamall en hann fór á þrjá Ólympíuleika og vann verðlaun á þeim öllum. Hann vann gullverðlaun á leikunum í Aþenu 2004 og í Peking 2008 sem hluti af sveit Bandaríkjamanna í 4 x 200 metra boðsundi. Hann vann síðan silfur með sömu sveit á leikunum í Sydney 2000. Wow. Olympic swimmer Klete Keller is named as one of rioters at the Capitol. So many arrests around the country today including an OH school therapist. pic.twitter.com/txhg7RoTGO— Deborah Roberts (@DebRobertsABC) January 12, 2021 Keller var öflugur skriðssundsmaður en hann var tvö Ólympíubronsverðlaun í einstaklingsgreinum eða í 400 metra skriðsundi bæði í Sydney 2000 sem og í Aþenu 2004. Keller vann einnig tvenn gullverðlaun með boðsveit Bandaríkjamanna á heimsmeistaramóti í 50 metra laug og þá varð hann heimsmeistari í 200 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Moskvu árið 2002. SwimSwam sagði fyrst frá því að Klete Keller hafi tekið þátt í innrásinni og miðilinn fékk það seinna staðfest að Keller hafi í framhaldinu misst vinnu sína hjá Hoff & Leigh í Colorado Springs. Fyrirtækið kom fyrst af fjöllum en seinna um daginn hafði það fjarlægt allt af miðlum þess um að Keller hafi einhvern tímann unnið þar. Sund Ólympíuleikar Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Klete Keller vann tvö Ólympíugull sem liðsfélagi Michael Phelps en í síðustu viku var hann einn af stuðningsmönnum Donalds Trump sem brutust inn í Þinghúsið í Washington DC. Myndband, sem blaðamaður hjá Townhall setti inn, virðist sýna það og sanna að umræddur Klete Keller hafi verið meðal óeirðaseggja Donalds Trump þennan afdrifaríka dag. An Olympic gold medalist, the swimmer Klete Keller, was part of the pro-Trump mob that sieged the Capitol, former teammates and coaches who identified him said. If confirmed by the authorities, he may face federal charges. https://t.co/srEIG09vRP— The New York Times (@nytimes) January 12, 2021 Æfingafélagar hans og þjálfarar þekktu hann bæði á stærðinni sem og að hann klæddist bandaríska Ólympíujakkanum sínum. Klete Keller er 198 sentimetrar á hæð og því oft auðþekkjanlegur á hæð sinni. Klete Keller var líka búinn að taka niður grænu grímuna sína og andlit hans sást því vel í þessu myndbandi. Keller hefur margoft sýnt stuðning sinn við Donald Trump á samfélagsmiðlum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann styðji Trump. Keller er nú 38 ára gamall en hann fór á þrjá Ólympíuleika og vann verðlaun á þeim öllum. Hann vann gullverðlaun á leikunum í Aþenu 2004 og í Peking 2008 sem hluti af sveit Bandaríkjamanna í 4 x 200 metra boðsundi. Hann vann síðan silfur með sömu sveit á leikunum í Sydney 2000. Wow. Olympic swimmer Klete Keller is named as one of rioters at the Capitol. So many arrests around the country today including an OH school therapist. pic.twitter.com/txhg7RoTGO— Deborah Roberts (@DebRobertsABC) January 12, 2021 Keller var öflugur skriðssundsmaður en hann var tvö Ólympíubronsverðlaun í einstaklingsgreinum eða í 400 metra skriðsundi bæði í Sydney 2000 sem og í Aþenu 2004. Keller vann einnig tvenn gullverðlaun með boðsveit Bandaríkjamanna á heimsmeistaramóti í 50 metra laug og þá varð hann heimsmeistari í 200 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Moskvu árið 2002. SwimSwam sagði fyrst frá því að Klete Keller hafi tekið þátt í innrásinni og miðilinn fékk það seinna staðfest að Keller hafi í framhaldinu misst vinnu sína hjá Hoff & Leigh í Colorado Springs. Fyrirtækið kom fyrst af fjöllum en seinna um daginn hafði það fjarlægt allt af miðlum þess um að Keller hafi einhvern tímann unnið þar.
Sund Ólympíuleikar Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira