Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 23:51 Kim Yo Jong stjórnar samskiptum einræðisríkisins Norður-Kóreu við nágranna þeirra í suðri. EPA/Luong Thai Linh Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Tilefni þessara ummæla hennar er að herforingjaráð Suður-Kóreu sagði í dag fylgst hefði verið með skrúðgöngu herafla Norður-Kóreu í höfuðborg landsins um helgina. Kim sagði það hafa verið óþarfa enda hafi ekki verið um nokkurs konar heræfingu að ræða og engum hafi verið ógnað. „Hafa þeir ekkert betra að gera en að fylgjast með hátíðarhöldum í norðri?“ spurði Kim í yfirlýsingu sinni, sem Yonhap fréttaveitan vitnar í. Þá varaði hún við því að allar skuldir yrðu gerðar upp að endingu. Fyrir þessa yfirlýsingu höfðu spurningar vaknað varðandi stöðu hennar í Norður-Kóreu þar sem útlit var fyrir að hún hefði verið lækkuð í tign í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Norður-Kóreu. Sú ákvörðun var tekin á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem stendur nú yfir. Það virðist staðfest í yfirlýsingunni þar sem titill hennar er lægri í goggunarröðinni en sá sem hún var áður með. Ummæli hennar þykja þó til marks um að hún stýri enn samskiptum ríkjanna, sem hafa verið lítil sem engin eftir að hún tók við stjórn þeirra, og að hún sé enn valdamikil. Í sumar sagði leyniþjónusta Suður-Kóreu að Kim væri orðin næstráðandi í einræðisríki bróður síns. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02 Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Tilefni þessara ummæla hennar er að herforingjaráð Suður-Kóreu sagði í dag fylgst hefði verið með skrúðgöngu herafla Norður-Kóreu í höfuðborg landsins um helgina. Kim sagði það hafa verið óþarfa enda hafi ekki verið um nokkurs konar heræfingu að ræða og engum hafi verið ógnað. „Hafa þeir ekkert betra að gera en að fylgjast með hátíðarhöldum í norðri?“ spurði Kim í yfirlýsingu sinni, sem Yonhap fréttaveitan vitnar í. Þá varaði hún við því að allar skuldir yrðu gerðar upp að endingu. Fyrir þessa yfirlýsingu höfðu spurningar vaknað varðandi stöðu hennar í Norður-Kóreu þar sem útlit var fyrir að hún hefði verið lækkuð í tign í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Norður-Kóreu. Sú ákvörðun var tekin á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem stendur nú yfir. Það virðist staðfest í yfirlýsingunni þar sem titill hennar er lægri í goggunarröðinni en sá sem hún var áður með. Ummæli hennar þykja þó til marks um að hún stýri enn samskiptum ríkjanna, sem hafa verið lítil sem engin eftir að hún tók við stjórn þeirra, og að hún sé enn valdamikil. Í sumar sagði leyniþjónusta Suður-Kóreu að Kim væri orðin næstráðandi í einræðisríki bróður síns.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02 Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02
Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37