Gáfu skít í allar sóttvarnir og troðfylltu aðalgötu borgarinnar í fögnuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 18:46 Þjálfarinn Nick Saban og sóknarlínumaðurinn Alex Leatherwood fagna sigrinum í nótt. AP/Lynne Sladky Fólk hefur miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar eftir fögnuð stuðningsmanna Alabama liðsins í nótt. Alabama fótboltaliðið tryggði sér sigur háskólatitilinn með 54-24 sigur á Ohio State í nótt. Liðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og kórónaði frábæra leiktíð með þessum sigri. Liðið vann Rósarskálina eftir sigur á Florida 19. desember og svo báða leiki sína sannfærandi í úrslitakeppninni á móti Notre Dame og Ohio State. Þjálfari liðsins Nick Saban var að vinna sinn sjöunda meistaratitil. Aðeins tæplega fimmtán þúsund manns fengu að mæta á úrslitaleikinn Hard Rock Stadium í Miami en án kórónuveirunnar hefði örugglega yfir 64 þúsund manns mætt á leikinn. Krakkarnir í University of Alabama fengu ekki að sjá liðið sitt sigra á staðnum en þau troðfylltu hins vegar göturnar í háskólabænum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. The New York Times sagði frá því að það hafi verið 2100 ný kórónuveirusmit í Alabama fylki í gær og sérfræðingar óttast það að fögnuðurinn í nótt hafi boðið hættunni heim. Aðalgatan í Tuscaloosa var troðfull af fólki og þar gaf fólk greinilega skít í allar sóttvarnir. Walt Maddox, borgarstjóri Tuscaloos, reyndi að biðla til fólks um að bíða með fagnaðarlætin þar til seinna en það dugði skammt. CHAMPS. pic.twitter.com/KwBlz8fvbX— Alabama Football (@AlabamaFTBL) January 12, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Alabama fótboltaliðið tryggði sér sigur háskólatitilinn með 54-24 sigur á Ohio State í nótt. Liðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og kórónaði frábæra leiktíð með þessum sigri. Liðið vann Rósarskálina eftir sigur á Florida 19. desember og svo báða leiki sína sannfærandi í úrslitakeppninni á móti Notre Dame og Ohio State. Þjálfari liðsins Nick Saban var að vinna sinn sjöunda meistaratitil. Aðeins tæplega fimmtán þúsund manns fengu að mæta á úrslitaleikinn Hard Rock Stadium í Miami en án kórónuveirunnar hefði örugglega yfir 64 þúsund manns mætt á leikinn. Krakkarnir í University of Alabama fengu ekki að sjá liðið sitt sigra á staðnum en þau troðfylltu hins vegar göturnar í háskólabænum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. The New York Times sagði frá því að það hafi verið 2100 ný kórónuveirusmit í Alabama fylki í gær og sérfræðingar óttast það að fögnuðurinn í nótt hafi boðið hættunni heim. Aðalgatan í Tuscaloosa var troðfull af fólki og þar gaf fólk greinilega skít í allar sóttvarnir. Walt Maddox, borgarstjóri Tuscaloos, reyndi að biðla til fólks um að bíða með fagnaðarlætin þar til seinna en það dugði skammt. CHAMPS. pic.twitter.com/KwBlz8fvbX— Alabama Football (@AlabamaFTBL) January 12, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira