Everton heldur í við toppliðin með góðum sigri á Wolves Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 22:00 Keane fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Tim Keeton/Getty Images Everton vann 2-1 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurmarkið skoraði miðvörðurinn Michael Keane á 77. mínútu leiksins. Athygli vakti að Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Everton í kvöld, hóf leikinn frammi ásamt James Rodriguez en Carlo Ancelotti sagði í viðtali fyrir leik að hvorki Cenk Tosun né Richarlison væru í standi til að byrja leikinn. Þess í stað voru þeir á bekknum. | "We have two strikers on the bench, but for different reasons they are not able to start. We have to manage the situation with the players we have."Maybe we cannot play so directly, but we can play with more possession and passes in the final third."@MrAncelotti #WOLEVE— Everton (@Everton) January 12, 2021 Gestirnir í Everton hófu leikinn af krafti og Alex Iwobi kom þeim yfir eftir sendingu Lucas Digne strax á sjöttu mínútu leiksins. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metin en það gerði Ruben Neves aðeins átta mínútum síðar. Eins ótrúlegt og það hljómar urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var einnig frekar rólegur framan af og var Gylfi Þór tekinn af velli fyrir Richarlison á 75. mínútu leiksins. Sigurmark leiksins kom svo fjórum mínútum síðar. Andre Gomes – sem hafði komið inn af bekknum fyrir Tom Davies í síðari hálfleik – átti þá frábæra sendingu á fjærsvæðið þar sem Michael Keane reis hæst og stangaði knöttinn í netið. 9 - Everton have scored more headed goals than any other team in the Premier League this season, with only Dominic Calvert-Lewin (4) netting more of their nine than Michael Keane (2). Presence. pic.twitter.com/VRF40rZ9vC— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2021 Staðan orðin 2-1 gestunum í vil og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Everton er nú jafnt Leicester City að stigum í töflunni en liðin eru jöfn með 32 stig í þriðja og fjórða sæti. Liverpool er stigi þar á undan og Manchester United trónir á toppnum með 36 stig. Enski boltinn Fótbolti
Everton vann 2-1 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurmarkið skoraði miðvörðurinn Michael Keane á 77. mínútu leiksins. Athygli vakti að Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Everton í kvöld, hóf leikinn frammi ásamt James Rodriguez en Carlo Ancelotti sagði í viðtali fyrir leik að hvorki Cenk Tosun né Richarlison væru í standi til að byrja leikinn. Þess í stað voru þeir á bekknum. | "We have two strikers on the bench, but for different reasons they are not able to start. We have to manage the situation with the players we have."Maybe we cannot play so directly, but we can play with more possession and passes in the final third."@MrAncelotti #WOLEVE— Everton (@Everton) January 12, 2021 Gestirnir í Everton hófu leikinn af krafti og Alex Iwobi kom þeim yfir eftir sendingu Lucas Digne strax á sjöttu mínútu leiksins. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metin en það gerði Ruben Neves aðeins átta mínútum síðar. Eins ótrúlegt og það hljómar urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var einnig frekar rólegur framan af og var Gylfi Þór tekinn af velli fyrir Richarlison á 75. mínútu leiksins. Sigurmark leiksins kom svo fjórum mínútum síðar. Andre Gomes – sem hafði komið inn af bekknum fyrir Tom Davies í síðari hálfleik – átti þá frábæra sendingu á fjærsvæðið þar sem Michael Keane reis hæst og stangaði knöttinn í netið. 9 - Everton have scored more headed goals than any other team in the Premier League this season, with only Dominic Calvert-Lewin (4) netting more of their nine than Michael Keane (2). Presence. pic.twitter.com/VRF40rZ9vC— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2021 Staðan orðin 2-1 gestunum í vil og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Everton er nú jafnt Leicester City að stigum í töflunni en liðin eru jöfn með 32 stig í þriðja og fjórða sæti. Liverpool er stigi þar á undan og Manchester United trónir á toppnum með 36 stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti