Pogba skaut Manchester United á topp ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 22:15 Pogba tekur skotið sem tryggði sigur kvöldsins. Alex Livesey/Getty Images Franski miðjumaðurinn Paul Pogba tryggði Man United 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þar með er liðið komið með þriggja stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn höfðu tögl og haldir framan f. Eftir um það bil hálftíma fór Luke Shaw í skrautlega tæklingu þar sem hann fór af boltanum og í legg Jóhanns Bergs. Ekkert var dæmt og gestirnir brunuðu í sókn þar sem brotið var á Edinson Cavani rétt fyrir utan teig. Er atvikið hjá Cavani var skoðað var ákveðið að skoða tæklingu Shaw einnig sem endaði með því að Shaw var dæmdur brotlegur og gult spjald niðurstaðan. Skömmu síðar lagði Shaw upp á Harry Maguire sem stangaði knöttinn af öllu afli í netið en markið dæmt af vegna brots. Not sure I d have many goals left if maguires was no goal — Peter Crouch (@petercrouch) January 12, 2021 Staðan því enn markalaus og þannig var hún er Kevin Friend flautaði til hálfleiks. Gestirnir frá Manchester sóttu án afláts í síðari hálfleik en fundu engar glufur á þéttri vörn heimamanna. Það er þangað til á 71. mínútu leiksins þegar Paul Pogba klippti boltann í fyrsta frá vítateigsboganum eftir sendingu Marcus Rashford. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Burnley og söng í netinu. Staðan orðin 1-0 Manchester United í vil og reyndust það lokatölur leiksins þó Burnley hafi fengið nokkur hálffæri til að jafna leikinn sem og gestirnir til að gulltryggja sigurinn POGBOOM pic.twitter.com/7KjdvPeCeU— B/R Football (@brfootball) January 12, 2021 Það fór þó svo að Man Utd vann 1-0 útisigur og Manchester United þar með komið með þriggja stiga forystu á Englandsmeistara Liverpool fyrir stórleik liðanna um næstu helgi. Man United með 36 stig á meðan Liverpool er með 33 stig. Leikur kvöldsins var fyrsti útileikurinn sem Man United spilar án þess að fá á sig mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Enski boltinn Fótbolti
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba tryggði Man United 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þar með er liðið komið með þriggja stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn höfðu tögl og haldir framan f. Eftir um það bil hálftíma fór Luke Shaw í skrautlega tæklingu þar sem hann fór af boltanum og í legg Jóhanns Bergs. Ekkert var dæmt og gestirnir brunuðu í sókn þar sem brotið var á Edinson Cavani rétt fyrir utan teig. Er atvikið hjá Cavani var skoðað var ákveðið að skoða tæklingu Shaw einnig sem endaði með því að Shaw var dæmdur brotlegur og gult spjald niðurstaðan. Skömmu síðar lagði Shaw upp á Harry Maguire sem stangaði knöttinn af öllu afli í netið en markið dæmt af vegna brots. Not sure I d have many goals left if maguires was no goal — Peter Crouch (@petercrouch) January 12, 2021 Staðan því enn markalaus og þannig var hún er Kevin Friend flautaði til hálfleiks. Gestirnir frá Manchester sóttu án afláts í síðari hálfleik en fundu engar glufur á þéttri vörn heimamanna. Það er þangað til á 71. mínútu leiksins þegar Paul Pogba klippti boltann í fyrsta frá vítateigsboganum eftir sendingu Marcus Rashford. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Burnley og söng í netinu. Staðan orðin 1-0 Manchester United í vil og reyndust það lokatölur leiksins þó Burnley hafi fengið nokkur hálffæri til að jafna leikinn sem og gestirnir til að gulltryggja sigurinn POGBOOM pic.twitter.com/7KjdvPeCeU— B/R Football (@brfootball) January 12, 2021 Það fór þó svo að Man Utd vann 1-0 útisigur og Manchester United þar með komið með þriggja stiga forystu á Englandsmeistara Liverpool fyrir stórleik liðanna um næstu helgi. Man United með 36 stig á meðan Liverpool er með 33 stig. Leikur kvöldsins var fyrsti útileikurinn sem Man United spilar án þess að fá á sig mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti