BBC segir frá því að Japarov, sem sat nýverið í fangelsi fyrir að hafa tekið pólitískan andstæðing í gíslingu, muni sem nýr forseti einnig njóta aukinna valda eftir að stjórnarskrá landsins var sömuleiðis breytt.
Upplausn hefur verið í kirgískum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem fram fóru í október. Deilt var um niðurstöður þeirra kosninga sem leiddi til mikilla mótmæla á götum kirgískra borga og afsagnar forsetans Sooronbay Jeenbekov.
Í sigurræðu Japarov í gær hét hann því að losa landinu undan spillingu. Hann sagði að þrjú til fimm ár myndi taka að „leiðrétta“ mistök fyrri stjórnar í efnahagsmálum landsins.
Atvinnuleysi hefur aukist mikið í landinu síðustu ár þar sem ungmenni hafa mörg flúið land í leit að vinnu.