Hætta við að halda risamót á velli Trumps Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:55 Donald Trump er mikill golfáhugamaður og á velli víða um heim. Getty/Tasos Katopodis Samtök atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, PGA of America, hafa ákveðið að hætta við að halda PGA meistaramótið á næsta ári á golfvelli í eigu Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Er það vegna atburðanna í síðustu viku þegar stuðningsmenn Trumps réðust inn í bandaríska þinghúsið. „Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna. Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna.
Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira