Tár, bros og krabbamein Arna Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:32 Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun