Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 12:20 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem vill sjá að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar en verið hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira