Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:58 Silja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi ÍBR. STÖÐ2 Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu. Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘ Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘
Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira