Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 14:53 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Marc Israel Sellem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. „Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira