Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 14:53 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Marc Israel Sellem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. „Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
„Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira