Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til við ráðherra að tvöföld skimun á landamærum verði gerð skylda. Stjórnvöld ákváðu þá að fylgja annarri tillögu hans og gerðu skimun gjaldfrjálsa. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira