Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til við ráðherra að tvöföld skimun á landamærum verði gerð skylda. Stjórnvöld ákváðu þá að fylgja annarri tillögu hans og gerðu skimun gjaldfrjálsa. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira