Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 12:30 Hlestu spjallþáttstjórnendur Bandaríkjanna ræða atburði gærdagsins. Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira