Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 12:30 Hlestu spjallþáttstjórnendur Bandaríkjanna ræða atburði gærdagsins. Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira