Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 08:31 Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí í sumar. Leikarnir verða áfram kallaðir ÓL 2020 þó þeir fari fram 2021. Getty/Carl Court Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira