Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:31 Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira