Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:31 Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira