Sementsverksmiðjan harmar rykmengunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 15:12 Rykinu skolað burt á Skaganum. Vísir/Vilhelm Mannleg mistök urðu til þess að síló við Sementsverksmiðjuna á Akranesi yfirfylltist við uppskipun aðfaranótt 5. janúar, með þeim afleiðingum að sementsryk þyrlaðist upp og settist á götur, hús og bifreiðar í nágrenninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sementsverksmiðjunni en fyrirtækið segist harma óþægindin sem nágrannar þess urðu fyrir vegna atviksins. Undir tilkynninguna ritar Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Vísir/Vilhelm „Sement sem fyrirtækið flytur inn er náttúrulegt efni án eiturefna. Rykið sem barst út í umhverfi verksmiðjunnar ógnaði ekki heilsu fólks en getur ef ekkert er að gert valdið skemmdum á munum og byggingum. Starfsfólk Sementsverksmiðjunnar hefur frá því í gær unnið í samvinnu við íbúa, Slökkviliðið, Veitur og aðra aðila að því að hreinsa fljótt og vel upp vettvang og eignir fólks til að varna skemmdum og forða frekari óþægindum. Sú vinna gekk vel og fyrirtækið vill koma á framfæri þökkum til allra sem að komu fyrir ötult starf og skjót viðbrögð,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að fyrirtækið starfi samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum og atvikið samræmist ekki stefnu eða vilja eigenda þess. „Fyrirtækið biður því alla þá sem fyrir óþægindum urðu velvirðingar og mun gera það sem í valdi þess stendur til að tryggja að óhapp af þessu tagi endurtaki sig ekki.“ Akranes Tengdar fréttir Sementsryk dreifðist yfir bíla og hús á Akranesi Sementsryk úr sementstönkum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi dreifðist yfir nærliggjandi svæði eftir að síló yfirfylltist þegar verið var að fylla á það. 5. janúar 2021 12:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sementsverksmiðjunni en fyrirtækið segist harma óþægindin sem nágrannar þess urðu fyrir vegna atviksins. Undir tilkynninguna ritar Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Vísir/Vilhelm „Sement sem fyrirtækið flytur inn er náttúrulegt efni án eiturefna. Rykið sem barst út í umhverfi verksmiðjunnar ógnaði ekki heilsu fólks en getur ef ekkert er að gert valdið skemmdum á munum og byggingum. Starfsfólk Sementsverksmiðjunnar hefur frá því í gær unnið í samvinnu við íbúa, Slökkviliðið, Veitur og aðra aðila að því að hreinsa fljótt og vel upp vettvang og eignir fólks til að varna skemmdum og forða frekari óþægindum. Sú vinna gekk vel og fyrirtækið vill koma á framfæri þökkum til allra sem að komu fyrir ötult starf og skjót viðbrögð,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að fyrirtækið starfi samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum og atvikið samræmist ekki stefnu eða vilja eigenda þess. „Fyrirtækið biður því alla þá sem fyrir óþægindum urðu velvirðingar og mun gera það sem í valdi þess stendur til að tryggja að óhapp af þessu tagi endurtaki sig ekki.“
Akranes Tengdar fréttir Sementsryk dreifðist yfir bíla og hús á Akranesi Sementsryk úr sementstönkum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi dreifðist yfir nærliggjandi svæði eftir að síló yfirfylltist þegar verið var að fylla á það. 5. janúar 2021 12:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sementsryk dreifðist yfir bíla og hús á Akranesi Sementsryk úr sementstönkum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi dreifðist yfir nærliggjandi svæði eftir að síló yfirfylltist þegar verið var að fylla á það. 5. janúar 2021 12:45