Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/Vilhelm Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um forgangsröðun í bólusetningar eru heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir í forgangshópum á undan eldra fólki í röðinni. Í sjötta hóp eru þeir sem eru yfir sextíu ára aldri. Sóttvarnalækni er þó heimilt að breyta forgangsröðun og það segist Þórólfur Guðnason hafa gert í samráði við heilbrigðisráðherra. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá covid og að vinna með covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ segir Þórólfur. Von er á næstu sendingu frá Pfizer þann 20. janúarGetty „Við munum reyna að klára þessa hópa fyrst,“ segir Þórólfur og bendir á að búið sé að bólusetja flesta heilbrigðisstarfsmenn í þessum tiltekna hópi. „Þetta eru allir sem eru eldri en sjötugt. Margir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og þeir fylgja með.“ Yngri sennilega ekki bólusettir fyrr en eftir mars Um 35 þúsund einstaklingar eru sjötíu ára og eldri. Miðað við dreifingaráætlanir Pfizer og Moderna er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðingi. Að óbreyttu eiga þeir sem yngri eru því ekki von á bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. „Þegar við erum búin að klára þessa hópa munum við halda áfram að bólusetja einstaklinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru yngri en sjötugt. Og við erum búin að skilgreina það nokkuð vel en á þessum tímapunkti er ekki hægt að segja hvenær að þeim kemur og hvenær kemur að hverjum hópi fyrir sig. Við munum bara fara í það þegar búið er að bólusetja þessa hópa og vinna okkur niður listann.“ Þannig yngra fólk í áhættuhópum á ekki von á bólusetningu fljótlega? „Það verður sennilega ekki fyrr en eftir mars.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira