„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 20:05 Björn Rúnar Lúðvíksson, , yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Nú þegar hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og ber þeim skylda til þess að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Alls hafa tíu slíkar tilkynningar borist, sem samsvarar um 0,5 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir, en engin þeirra er alvarleg. Alls hafa því fimm þúsund fengið fyrri bólusetningu með því bóluefni sem kom hingað til lands rétt fyrir áramót. Að mati Björns er stórkostlegt að bólusetningar séu þegar hafnar hér á landi, innan við ári eftir að faraldurinn hófst á Íslandi. Vilja að ónæmiskerfið vakni „Varðandi tíðni þessara hliðarverkana að þá er þetta mjög lág tala. Í rannsóknunum sem þetta grundvallast á var talað um rétt um tvö prósent um allar mögulegar hliðarverkanir, og þetta eru einmitt vægar hliðarverkanir – raunverulega verkanir sem við erum hálfpartinn að vonast eftir,“ segir Björn. „Við viljum að ónæmiskerfið vakni til lífsins, fari af stað, myndi mótefni og það er bólgusvar sem fylgir því.“ Hann segir því ekkert óeðlilegt við það að fólk fái vægan hita og í verstu tilfellum vöðvaverki og flensulík einkenni, en þau eigi að ganga yfir á um það bil tveimur dögum. Það sé fátítt og í flestum tilfellum séu hliðarverkanir mjög vægar. „Þetta bóluefni er mjög öruggt, það bjargar mannslífum og ýmsum mögulegum fylgikvillum veikinnar. Það er alveg gríðarlega mikilvægt að fólk bólusetji sig.“ Frétt Stöðvar 2 um hliðarverkanir bóluefnisins má sjá hér að neðan, þar sem rætt er við Björn Rúnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. 5. janúar 2021 18:30
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58