Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2021 13:04 Davíð Þorláksson er nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Davíð hefur verið forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins frá 2017 en starfaði áður sem yfirlögfræðingur Icelandair Group frá 2009-2017 ásamt því að vera framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Lindarvatns frá 2015-2017 og Hljómalindarreits frá 2016-2017. Davíð var yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital 2007-2009, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007 og samhliða því verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavik. Davíð er reglulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu og hefur umtalsverða stjórnarreynslu, er í dag formaður stjórnar hjá bæði VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Ungum frumkvöðlum. Hann var formaður stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um máltækni fyrir íslensku og sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess að hafa setið í ráðgjafanefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2011-2013. Davíð er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð löggiltur verðbréfamiðlari 2017. Fram kemur í tilkynningu að Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf hafi haft umsjón með ráðningarferlinu. Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Þar með talið mikilvægar stofnvegaframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi, uppbygging almenningssamgangna með Borgarlínu og uppbygging göngu- og hjólastíga. Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík. Vistaskipti Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Davíð hefur verið forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins frá 2017 en starfaði áður sem yfirlögfræðingur Icelandair Group frá 2009-2017 ásamt því að vera framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Lindarvatns frá 2015-2017 og Hljómalindarreits frá 2016-2017. Davíð var yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital 2007-2009, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007 og samhliða því verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavik. Davíð er reglulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu og hefur umtalsverða stjórnarreynslu, er í dag formaður stjórnar hjá bæði VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Ungum frumkvöðlum. Hann var formaður stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um máltækni fyrir íslensku og sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess að hafa setið í ráðgjafanefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2011-2013. Davíð er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð löggiltur verðbréfamiðlari 2017. Fram kemur í tilkynningu að Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf hafi haft umsjón með ráðningarferlinu. Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Þar með talið mikilvægar stofnvegaframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi, uppbygging almenningssamgangna með Borgarlínu og uppbygging göngu- og hjólastíga. Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík.
Vistaskipti Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13