Bílastæðasjóður endurgreiðir þrettán milljónir vegna oftekinna gjalda Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 12:27 Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun endurgreiða bifreiðareigendum oftekin gjöld sem innheimt voru vegna tiltekinna stöðubrota á tímabilinu 1. janúar til 24. september á síðasta ári. Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend
Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira