Umdeilt ferðamannaþorp háð umhverfismati þvert á fyrri niðurstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 11:41 Kynningarmynd sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu. Umdeilt ferðamannaþorp sem malasíski fjárfestirinn Loo Eng Wah hyggst reisa á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra er háð umhverfismati. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00