Gerwyn Price hafði betur í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins þar sem hann mætti Stephan Bunting.
Leikurinn var bráðskemmtilegur og áttu báðir leikmenn frábæra spretti en Price hafði að lokum betur, 6-4.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 2, 2021
Simply incredible.
Gerwyn Price defeats Stephen Bunting 6-4 to secure his place in the World Championship final.
Eight ton-plus finishes, 15 180s and a 100.92 average in a stunning performance from the Welshman! pic.twitter.com/L4lNxZsmdC
Í síðari viðureigninni mætti Gary Anderson hinum enska Dave Chisnall sem sló Michael Van Gerwen úr leik á ótrúlegan hátt í átta manna úrslitum.
Hokinn af reynslu sýndi Gary Anderson hvers hann er megnugur og vann nokkuð öruggan sigur, 6-3. Hann er þar með kominn í úrslitaeinvígið í Alexandra Palace í fimmta sinn á ferlinum en tvívegis hefur hann unnið gullið.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 2, 2021
Gary Anderson is into his fifth World Darts Championship final after sealing a dominant 6-3 victory over Dave Chisnall!
Will 'The Flying Scotsman' make it World title number three tomorrow night? pic.twitter.com/VtOpwJNJ2l
Bein útsending frá úrslitaleik Gary Anderson og Gerwyn Price hefst klukkan 19:30 á morgun á Stöð 2 Sport 3.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.