Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 20:21 Bandaríkjaþing hefur ákveðið að þvinga í gegn lög um fjármögnun varnarmála þrátt fyrir að Trump hafi beitt neitunarvaldi sínu og ekki staðfest lögin. Getty/Al Drago Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39