Nýja normið – Hvað gerist næst? Jón Jósafat Björnsson skrifar 2. janúar 2021 09:02 Veröldinni hefur verið snúið á hvolf og nú þegar berast loksins jákvæðar fréttir er hægt að horfa fram á við og velta fyrir sér hvað gerist næst? – eða öllu heldur, hvað viljum við að gerist næst? Í nýlegri skýrslu frá tveimur ráðgjöfum McKinsey & Company er notast við áður þekkt kreppumódel til að finna leiðina að nýju normi. Módelinu er lýst í 5 þrepum sem á ensku eru; Resolve, Resilience, Return, Reimagination og Reform. 1.Úrlausnartímabilið (Resolve). Veiran skall á með litlum fyrirvara og vorið einkenndist af björgunaraðgerðum og því að koma fólki og fyrirtækjum í skjól. Heilu atvinnugreinarnar hrundu og hjá mörgum blasti við nýr veruleiki. Rykið var dustað af úrræðum sem dugðu vel í bankakreppunni t.d. á vinnumarkaðinum. Fyrirtæki skiptu húsnæði í sóttvarnarhólf, fluttu starfsstöðvar heim, fjarfundir hertóku landsmenn og kennsla og verslun fluttist á netið. Við þetta blönduðust íþyngjandi sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda og samkomutakmarkanir. Fyrirtækjum var lokað í tuga og hundruða tali og þúsundir lokaðir inni í sóttkví. Gamla normið var horfið. Við tók óvissan og kvíðinn. 2.Seiglan (Resilience).Snemma varð ljóst að efnahagslega höggið væri mikið og að áhrifa myndi lengi vara. Tryggja þurfti lausafé og gjaldþol. Til allrar hamingju var staða ríkissjóðs sterk sem gerði honum kleift að auka útgjöldin tafarlaust og auka svigrúm bankana. Þegar áleið varð svo betur ljóst að í mörgum rekstri varð að gera varanlegar breytingar til að missa ekki samkeppnishæfni. Með auknu atvinnuleysi og engan endi í sjónmáli jókst svartsýni fólks og margir höfðu áhyggjur af heilsu og fjárhagslegu öryggi. Á þessu stigi er þrautseigjan lífsnauðsynlegur eiginleiki. Nú reyndi á samkenndina – við þurftum öll að vera almannavarnir. 3.Endurkoman (Return). Nú þegar þokunni léttir að einhverju leyti með fréttum af bóluefni opnast möguleiki á að rýna fram á veginn og skipuleggja reksturinn. Dale Carnegie starfar í 90 löndum og það er áhugavert að skoða ástand markaða. Í tölum yfir september og október má sjá þroskaða markaði vera með allt frá 50% aukningu miðað við sama tímabil og í fyrra yfir í að vera 90% samdráttur. Kína og Taiwan koma hratt til baka. Stjórnenda bíður mikið verk að raða fólki í réttar stöður, endurnýja viðskiptasambönd, samningja við birgja og að þjálfa starfsfólk. Við skulum líka muna eftir umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna og velta fyrir okkur áhrifum hennar. Ýmislegt bendir til að ástandið hafi hraðað tækniframförum sb. verslun á netinu, fjarvinnu og sjálfvirkni. Sú spurning hlýtur því að liggja í loftinu hvort fyrirtæki muni ráða alla til baka sem hefur verið sagt upp störfum. Fólk á vinnumarkaði þarf einnig að horfa á samkeppnishæfni sína og viðhorf. 4.Endursköpunin (Reimagination). Heimsfaraldur af þessari stærðargráðu mun hafa varanleg áhrif á líf okkar og vinnu og hvernig við nýtum nútíma tækni. Hegðun okkar sem viðskiptavina verður ekki sú sama. Sem dæmi má taka að þeir sérleyfishafar Dale Carnegie sem hættu með staðbundna þjálfun og fóru alfarið yfir í fjarþjálfun á netinu ganga nú best. Þetta á við í mörgum löndum á mismunandi mörkuðum. Stjórnendur munu hugsa sig tvisvar um að auka fastan kostnað ef breytilegur kostnaður er í boði. Þeir munu skoða ,,hvað þarf að hafa“ v.s. „hvað væri gott að hafa“. Sveigjanleiki er örugglega eitt af því sem stjórnendur muna taka með sér yfir á næsta ár. Líkt og eftir bankakreppuna munu stjórnendur endurskoða sín viðskiptamódel og gera þau ,,snarpari og skarpari“ til að vera betur í stakk búnir að mæta næstu kreppu. 5.Umbætur (Reform). Stærðargráða yfirstandandi breytinga er slík að líklegt er að hún kalli á endurskipulag alþjóðamála. Ef einhver var í vafa um að efnahagur heimsins væri samofinn ætti svarið að liggja fyrir. Þrýstingur mun skapast á stjórnvöld að haga regluverki með þeim hætti að stofnanir og innviðir geti brugðist enn hraðar við heimsfaraldri. Krafan um enn meiri alþjóðlega samvinnu verður háværari. Þegar rykið sest verður skilningur okkar á því hvað hefur gerst undanfarna mánuði og afleiðingum faraldurins og sóttvarnaaðgerða skýrari. Draga þarf lærdóm af viðbrögðum okkar til að bæta samfélag okkar og styrkja samkeppnishæfni til lengri tíma. Á Íslandi höfum við hugtök eins og ,,fyrir og eftir gos“ og er þá vísað til Vestmannaeyja. Það er ekki ólíklegt að í framtíðinni ræðum við um fyrir og eftir Covid. Gríðarlegar umbreytingar eru í kortunum og nú kemur sér vel að hafa vel menntað fólk sem býr yfir mikilli þekkingu og getur lært hratt af reynslunni. Covid er ekki fyrsta keppa mannkynsins og nú ríður á að nýta okkur vitneskju fyrri ára og þekkingu sérfræðinga. Þannig má forðast afdrifarík mistök í uppbyggingarfasanum og mæta nýja norminu með sigurviljann að vopni. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Veröldinni hefur verið snúið á hvolf og nú þegar berast loksins jákvæðar fréttir er hægt að horfa fram á við og velta fyrir sér hvað gerist næst? – eða öllu heldur, hvað viljum við að gerist næst? Í nýlegri skýrslu frá tveimur ráðgjöfum McKinsey & Company er notast við áður þekkt kreppumódel til að finna leiðina að nýju normi. Módelinu er lýst í 5 þrepum sem á ensku eru; Resolve, Resilience, Return, Reimagination og Reform. 1.Úrlausnartímabilið (Resolve). Veiran skall á með litlum fyrirvara og vorið einkenndist af björgunaraðgerðum og því að koma fólki og fyrirtækjum í skjól. Heilu atvinnugreinarnar hrundu og hjá mörgum blasti við nýr veruleiki. Rykið var dustað af úrræðum sem dugðu vel í bankakreppunni t.d. á vinnumarkaðinum. Fyrirtæki skiptu húsnæði í sóttvarnarhólf, fluttu starfsstöðvar heim, fjarfundir hertóku landsmenn og kennsla og verslun fluttist á netið. Við þetta blönduðust íþyngjandi sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda og samkomutakmarkanir. Fyrirtækjum var lokað í tuga og hundruða tali og þúsundir lokaðir inni í sóttkví. Gamla normið var horfið. Við tók óvissan og kvíðinn. 2.Seiglan (Resilience).Snemma varð ljóst að efnahagslega höggið væri mikið og að áhrifa myndi lengi vara. Tryggja þurfti lausafé og gjaldþol. Til allrar hamingju var staða ríkissjóðs sterk sem gerði honum kleift að auka útgjöldin tafarlaust og auka svigrúm bankana. Þegar áleið varð svo betur ljóst að í mörgum rekstri varð að gera varanlegar breytingar til að missa ekki samkeppnishæfni. Með auknu atvinnuleysi og engan endi í sjónmáli jókst svartsýni fólks og margir höfðu áhyggjur af heilsu og fjárhagslegu öryggi. Á þessu stigi er þrautseigjan lífsnauðsynlegur eiginleiki. Nú reyndi á samkenndina – við þurftum öll að vera almannavarnir. 3.Endurkoman (Return). Nú þegar þokunni léttir að einhverju leyti með fréttum af bóluefni opnast möguleiki á að rýna fram á veginn og skipuleggja reksturinn. Dale Carnegie starfar í 90 löndum og það er áhugavert að skoða ástand markaða. Í tölum yfir september og október má sjá þroskaða markaði vera með allt frá 50% aukningu miðað við sama tímabil og í fyrra yfir í að vera 90% samdráttur. Kína og Taiwan koma hratt til baka. Stjórnenda bíður mikið verk að raða fólki í réttar stöður, endurnýja viðskiptasambönd, samningja við birgja og að þjálfa starfsfólk. Við skulum líka muna eftir umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna og velta fyrir okkur áhrifum hennar. Ýmislegt bendir til að ástandið hafi hraðað tækniframförum sb. verslun á netinu, fjarvinnu og sjálfvirkni. Sú spurning hlýtur því að liggja í loftinu hvort fyrirtæki muni ráða alla til baka sem hefur verið sagt upp störfum. Fólk á vinnumarkaði þarf einnig að horfa á samkeppnishæfni sína og viðhorf. 4.Endursköpunin (Reimagination). Heimsfaraldur af þessari stærðargráðu mun hafa varanleg áhrif á líf okkar og vinnu og hvernig við nýtum nútíma tækni. Hegðun okkar sem viðskiptavina verður ekki sú sama. Sem dæmi má taka að þeir sérleyfishafar Dale Carnegie sem hættu með staðbundna þjálfun og fóru alfarið yfir í fjarþjálfun á netinu ganga nú best. Þetta á við í mörgum löndum á mismunandi mörkuðum. Stjórnendur munu hugsa sig tvisvar um að auka fastan kostnað ef breytilegur kostnaður er í boði. Þeir munu skoða ,,hvað þarf að hafa“ v.s. „hvað væri gott að hafa“. Sveigjanleiki er örugglega eitt af því sem stjórnendur muna taka með sér yfir á næsta ár. Líkt og eftir bankakreppuna munu stjórnendur endurskoða sín viðskiptamódel og gera þau ,,snarpari og skarpari“ til að vera betur í stakk búnir að mæta næstu kreppu. 5.Umbætur (Reform). Stærðargráða yfirstandandi breytinga er slík að líklegt er að hún kalli á endurskipulag alþjóðamála. Ef einhver var í vafa um að efnahagur heimsins væri samofinn ætti svarið að liggja fyrir. Þrýstingur mun skapast á stjórnvöld að haga regluverki með þeim hætti að stofnanir og innviðir geti brugðist enn hraðar við heimsfaraldri. Krafan um enn meiri alþjóðlega samvinnu verður háværari. Þegar rykið sest verður skilningur okkar á því hvað hefur gerst undanfarna mánuði og afleiðingum faraldurins og sóttvarnaaðgerða skýrari. Draga þarf lærdóm af viðbrögðum okkar til að bæta samfélag okkar og styrkja samkeppnishæfni til lengri tíma. Á Íslandi höfum við hugtök eins og ,,fyrir og eftir gos“ og er þá vísað til Vestmannaeyja. Það er ekki ólíklegt að í framtíðinni ræðum við um fyrir og eftir Covid. Gríðarlegar umbreytingar eru í kortunum og nú kemur sér vel að hafa vel menntað fólk sem býr yfir mikilli þekkingu og getur lært hratt af reynslunni. Covid er ekki fyrsta keppa mannkynsins og nú ríður á að nýta okkur vitneskju fyrri ára og þekkingu sérfræðinga. Þannig má forðast afdrifarík mistök í uppbyggingarfasanum og mæta nýja norminu með sigurviljann að vopni. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun