Arsenal burstaði WBA í snjónum á Hawthorns Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2021 21:50 Kieran Tierney vísir/Getty Arsenal virðist loks komið á beinu brautina undir stjórn Mikel Arteta en liðið vann afar sannfærandi sigur á lærisveinum Sam Allardyce í West Bromwich Albion í kvöld. Snjó kyngdi niður í aðdraganda leiksins og á meðan honum stóð og brugðu fjölmargir leikmenn á það ráð að klæðast gammósíum í kuldanum á The Hawthorns. Skoski bakvörðurinn Kieran Tierney var ekki einn af þeim en hann opnaði hins vegar markareikninginn þegar hann kom Arsenal yfir á 23.mínútu með góðu skoti með hægri fæti. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Bukayo Saka forystu gestanna eftir flotta sókn og leiddu Arsenal með tveimur mörkum gegn engu í leikhléi. Arsenal var miklu betri aðilinn allan leikinn og Alexandre Lacazette bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur 0-4 fyrir Arsenal sem lyftir sér þar með upp í ellefta sæti deildarinnar. WBA eftir sem áður í næstneðsta sæti með aðeins átta stig og ljóst að krefjandi verkefni bíður Sam Allardyce. Fótbolti Enski boltinn
Arsenal virðist loks komið á beinu brautina undir stjórn Mikel Arteta en liðið vann afar sannfærandi sigur á lærisveinum Sam Allardyce í West Bromwich Albion í kvöld. Snjó kyngdi niður í aðdraganda leiksins og á meðan honum stóð og brugðu fjölmargir leikmenn á það ráð að klæðast gammósíum í kuldanum á The Hawthorns. Skoski bakvörðurinn Kieran Tierney var ekki einn af þeim en hann opnaði hins vegar markareikninginn þegar hann kom Arsenal yfir á 23.mínútu með góðu skoti með hægri fæti. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Bukayo Saka forystu gestanna eftir flotta sókn og leiddu Arsenal með tveimur mörkum gegn engu í leikhléi. Arsenal var miklu betri aðilinn allan leikinn og Alexandre Lacazette bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur 0-4 fyrir Arsenal sem lyftir sér þar með upp í ellefta sæti deildarinnar. WBA eftir sem áður í næstneðsta sæti með aðeins átta stig og ljóst að krefjandi verkefni bíður Sam Allardyce.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti