Hinn 57 ára gamli Joe Exotic, sem er mörgum kunnugur eftir vinsældir þáttanna Tiger King á Netflix, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta kemur fram á vef Mirror.
Joe Exotic er sagður hafa smitast í fangelsi í Texas þar sem hann afplánar nú 22 ára dóm fyrir illa meðferð á dýrum og að hafa ráðið leigumorðingja í tvígang.
BBC greindi frá því í dag að Joe Exotic væri kominn í einangrun eftir að fangar í sama fangelsi og hann reyndust smitaðir af veirunni. Að sögn eiginmanns Joe var hann nú þegar í einangrun þegar hann greindist með veiruna.
236.339 tilfelli hafa verið staðfest í Bandaríkjunum samkvæmt nýjustu tölum.