Biðlar til þjóðarinnar að veitast ekki að Ítölum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels